Suárez finnst þriggja leikja bann næg refsing

Suárez skömmu eftir að hann beit Ivanovic.
Suárez skömmu eftir að hann beit Ivanovic. AFP

Luis Suárez, framherji Liverpool, viðurkennir að hann hafi gerst sekur um hættulegt athæfi í svari sínu við kæru enska knattspyrnusambandsins í dag en honum finnst þriggja leikja bann aftur á móti næg refsing.

Suárez beit Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í leik liðanna á sunnudaginn og var í gær kærður af knattspyrnusambandinu enska fyrir það.

Enska sambandið vill meina að þriggja leikja bann, sem vanalega er gefið fyrir bein rauð spjöld eða hættuleg atvik sem sjást á sjónvarpsmyndavélum eftir leiki, dugi ekki í þessu tilviki en Úrúgvæinn er því ekki sammála.

Á heimasíðu FA segir: „Suárez hafnar þeim orðum knattspyrnusambandsins að hið vanalega þriggja leikja bann dugi ekki í þessu tilviki.“

Aganefndin fer yfir mál Suárezar á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert