Grindavík og Haukar fá liðsauka

Denis Sytnik í leik með ÍBV.
Denis Sytnik í leik með ÍBV. mbl.is/Golli

Bæði Grindavík og Haukar hafa fengið liðsauka fyrir baráttuna í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar. Grindavík hefur samið við úkraínska framherjann Denis Sytnik og Haukar hafa fengið Úlfar Hrafn Pálsson lánaðan frá Val.

Denis Sytnik kannast við sig hér á landi því hann spilaði með Eyjamönnum 2010 og 2011. Hann skoraði 6 mörk í 17 leikjum með ÍBV í úrvalsdeildinni 2010. Seinna árið spilaði hann 10 leiki en náði ekki að skora og missti af hálfu tímabilinu vegna meiðsla. Sytnik, sem er 27 ára gamall, hefur leikið í Rúmeníu frá því hann yfirgaf Vestmannaeyjar.

Úlfar Hrafn Pálsson er uppalinn Haukamaður og lék með Hafnarfjarðarliðinu til 2011 en með Val á síðasta tímabili. Þá lék Úlfar 13 leiki með Val í úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert