Usmanov: Yrði mikill fengur að fá Rooney

Rooney gæti verið á leið frá United í sumar.
Rooney gæti verið á leið frá United í sumar. AFP

Orðrómurinn um að Wayne Rooney, framherji Manchester United, gangi í raðir Arsenal í sumar verður háværari með hverjum deginum en í dag lýsti Rússinn Alisher Usmanov, fjárfestir sem á þriðjung í Arsenal, því yfir að hann væri mikill aðdáandi Rooneys.

Búið er að lofa Arsene Wenger miklum fjármunum í sumar til að styrkja sveit sína en Frakkinn er talinn mega eyða allt að 90 milljónum punda. Fyrstu kaupin virðast ætla að vera argentínski framherjinn Gonzalo Higuaín sem bresk blöð segja að sé búinn að semja.

En Rooney er einnig á teikniborðinu hjá Lundúnaliðinu. „Hann er frábær leikmaður og ef hann kæmi yrði það mikill fengur fyrir Arsenal og einnig mjög gott fyrir Rooney,“ segir Usmanov sem hefur fulla trú á Wenger.

„Ég lít alltaf þannig á þetta að Arsene hafi rétt fyrir sér. Auðvitað bendum við hluthafarnir á það sem betur má fara hjá félaginu en Wenger stýrir skútunni í rétta átt. Hann er frábær knattspyrnustjóri og sannaði það á síðasta tímabili.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert