Coates þarf að fara í aðgerð

Martin Skrtel og Sebastián Coates virða fyrir sér húðflúr aðdáanda.
Martin Skrtel og Sebastián Coates virða fyrir sér húðflúr aðdáanda. AFP

Sebastián Coates, varnarmaður Liverpool, þarf að gangast undir aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann varð fyrir undir lok vináttulandsleiks með Úrúgvæ gegn Japan í síðustu viku.

Í fyrstu var talið að meiðslin væru ekki alvarleg en skoðun leiddi í ljós að Coates hefði rifið krossband í hægra hné. Hann mun gangast undir aðgerð á föstudaginn.

Coates kom til Liverpool fyrir tveimur árum frá Nacional í Úrúgvæ. Hann er 22 ára gamall og hefur leikið 12 úrvalsdeildarleiki fyrir Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert