Wenger: Vil einstaka leikmenn

Wenger hefur verið gagnrýndur mikið í sumar.
Wenger hefur verið gagnrýndur mikið í sumar. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vill aðeins fá einstaka leikmenn til liðsins áður en félagaskiptaglugganum verður lokað en aðeins einn leikmaður er kominn til liðsins í sumar.

Arsenal vill fá Real Madrid-mennina Ángel Di María og Karim Benzema auk Yohans Cabayes frá Newcastle. „Þeir eru einstakir. Ef ég vil bæta við mönnum verða þeir að vera einstakir,“ sagði Wenger eftir sigurinn á Fulham um helgina.

Fyrsta tilboði Arsenal í Cabaye sem hljóðaði upp á 10 milljónir punda var hafnað en liðið hefur nú þegar misst af leikmönnum á borð við Gonzalo Higuaín og Luis Gustavo.

Mathieu Flamini, sem áður spilaði með Arsenal en gekk í raðir AC Milan 2008, er þó væntanlega á leið aftur á Emirates-völlinn en hann er í samningaviðræðum við félagið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert