Er Gylfi á förum frá Tottenham?

Gylfi Þór í leik með Tottenham.
Gylfi Þór í leik með Tottenham. AFP

Miklar vangaveltur eru í enskum fjölmiðlum nú þegar nokkrir dagar eru þar til félagaskiptaglugginn lokast.

Miklar hræringar eru í gangi hjá Tottenham og að því er fram kemur í enska blaðinu Daily Mail í dag er Tottenham reiðubúið að selja landsliðsmaninn Gylfa Þór Sigurðsson berist í hann gott tilboð fyrir mánudaginn en þá lokast félagaskiptaglugginn.

Tottenham hefur í sumar fengið Étienne Capoue frá Toulouse, Nacer Chadli frá Twente, Paulinho frá Corinthians og Roberto Soldado frá Valencia. Þá er danski landsliðsmaðurinn Christian Erikson líklega á leið til Tottenham frá Hollandsmeisturum Ajax sem og Argentínumaðurinn Erik Lamela og Rúmeninn Vlad Chiriches.

Gylfi var í byrjunarliði Tottenham í sigrinum á móti Crystal Palace í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en kom inná sem varamaður gegn sínum gömlu félögum í Swansea um síðustu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert