Fyrsti leikurinn hjá Bendtner með Arsenal í rúm tvö ár

Nicklas Bendtnerer.
Nicklas Bendtnerer. AFP

Líklegt er að danski sóknarmaðurinn Nicklas Bendtner leiki sinn fyrsta leik fyrir Arsenal frá því í ágúst 2011 þegar Arsenal mætir WBA í 3. umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu á morgun.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur jafnan teflt minni spámönnum félagsins fram í deildabikarnum og ekki er reiknað með að það verði nein breyting á því á morgun.

Eitthvað er um forföll í Arsenal-liðinu en þeir Santi Cazorla, Theo Walcott, Tomas Rosicky, Lukas Podolski og Alex Oxlade-Chamberlain eru allir frá vegna meiðsla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert