Fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana látinn

Richard Møller Nielsen.
Richard Møller Nielsen. AFP

Richard Møller Nielsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu, lést í dag, 76 ára gamall.

Nielsen, sem hafði lengi glímt við veikindi, þjálfaði danska landsliðið frá 1990 til 1996 og undir hans stjórn unnu Danir Evrópumeistaratitilinn árið 1992 á eftirminnilegan hátt. Danir fengu óvænt boð um að taka þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins eftir að Júgóslövum var meinuð þátttaka og strákarnir Nielsens komu, sáu og sigruðu og lögðu Þjóðverja í úrslitaleik, 2:0. Nielsen var í kjölfarið útnefndur þjálfari ársins af tímaritinu World Soccer.

Nielsen, sem sjálfur lék tvo leiki með danska landsliðinu frá 1959 til 1961, þjálfaði einnig landslið Finnlands og Ísraels en síðast þjálfaði hann danska liðið Kolding árið 2003. Nielsen þjálfaði lið OB í mörg ár og undir hans stjórn varð liðið danskur meistari 1977 og 1982.

Flaggað er í háfla stöng við höfuðstöðvar danska knattspyrnusambandsins í …
Flaggað er í háfla stöng við höfuðstöðvar danska knattspyrnusambandsins í dag vegna fráfallas Richard Møller Nielsen, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Ljósmynd/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert