Arsenal og City halda sínu striki

Aron Einar er á bekknum
Aron Einar er á bekknum AFP

Arsenal og Manchester City halda sínu striki í baráttunni um efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni og unnu sína leiki í dag. Fylgst var með gangi mala hér á mbl.is

Oliver Giroud þakkaði fyrir sætið í byrjunarliði Arsenal og skoraði tvö fyrstu mörkin í 4:1-sigri liðsins á Sunderland. Arsenal því sem fyrr stigi á eftir Chelsea.

Hull burstaði Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff, 0:4, en hann kom ekkert við sögu í leiknum. Cardiff sem fyrr í næstneðsta sæti.

City náði að skora eitt mark þegar liðið tók á móti Stoke og verður það að teljst lítið hjá þessu mikla markaliði og það á heimavelli.

Fulham virtist vera að lyfta sér af botni deildarinnar þegar liðið heimsótti WBA en heimamenn náðu að jafna, 1:1, undir lok leiks og Fulham áfram í neðsta sæti.

West Ham lenti 0:1 undir á móti Southampton en skoraði þrjú mörk áður en flautað var til leiksloka. Góður sigur þar hjá West Ham.

 Arsenal - Sunderland 4:1
Oliver Giroud 5., 31., Tomas Rosický 42., Laurent Koscielny 57. - Emanuele Giaccherini 81.

Cardiff - Hull 0:4
- Tom Huddlestone 18., Nikica Jelavic 38., 57. Jake Livermore 67.

Man City - Stoke 1:0
Yaya Touré 70.

WBA - Fulham 1:1
Matej Vydra 86. - Ashkan Dejagah 28.

West Ham - Southampton 3:1
 Matt Jarvis 20., Carton Cole 23., Kevin Nolan 71. - Maya Yoshida 8.


16:56 Leikjunum lokið
16:47 MARK 1:1 hjá WBA
Vydra náði að jafna metin fyrir WBA á heimavelli gegn Fulham sem dettur á ný niður í neðsta sætið, niður fyrir Cardiff.
16:38 MARK 4:1 hjá Arsenal.
Loks fékk Arsenal mark á sig á Emirates og það var Giaccherini sem skoraði laglegt mark fyrir Sunderland á 81. mínútu.
16:30 MARK 3:1 fyrir West Ham
Flottur leikur hjá West Ham og Nolan gerði þriðja mark liðsins á 71. mínútu.
16:28 MARK 1:0 í Manchester.
Jæja nú skoraði City löglegt mark og þar var á ferðinni Yaya Touré á 70. mínútu. Þá er búið að skora í öllum leikjum dagsins.
16:27 MARK 0:4 fyrir Hull
Hullarar fara á kostum á heimavelli Cardiff og Livermore var að skora fjórða mark gestanna.
16:18 EKKI MARK!!
Markið sem Silva gerði var dæmt af þar sem dómarinn taldi knöttinn hafa farið í hönd leikmanns City. 0:0 ennþá í Manchester.
16:17 MARK 1:0 í Manchester
Loksins, loksins tókst City að skora á heimavelli á móti Stoke. Silva var þar á ferðinni á 59. mínútu.
16:16 MARK 0:3 fyrir Hull
Jelavic kemur Hull í 3:0 á 57. mínútu og greinilegt að Cardiff verður í neðsta sætinu eftir þessa umferð.
16:13 MARK 4:0 fyrir Arsenal
Koscienlny skorar með góðum skalla úr vítateignum og Skytturnar í miklum ham.
16:01 Síðari hálfleikur hafinn
15:45 Hálfleikur
Komin níu mörk í leikjunum fimm og búið að skora á öllum völlunum nema í Manchester sem er dálítið furðulegt þegar haft er í huga að City er það lið sem hefur gert flest mörkin í deildinni og liðið hefur verið óstöðvandi á heimavelli í vetur.
15:43 MARK 3:0 fyrir Arsenal.
Frábært mark hjá Skyttunum sem léku sig í gegnum þétta vörn Sunderland með einnar snertingar sendingum og Rosický endaði með því að vippa yfir markvörðinn. Flott.
15:38 MARK 0:2 fyrir Hull.
Jelavic skorar á 38. mínútu og þar sem Fulham er yfir gegn WBA er Cardiff komi í neðsta sætið eins og staðan er i leikjum dagsins.
15:31 MARK 2:0 fyrir Arsenal.
Giroud með sitt annað mark, nú eftir slaka sendingu til baka frá leikmönnum Sunderland sem Giroud náði í og renndi knettinum í netið.
15:29 MARK 0:1 fyrir Fulham
Dejagah kemur Fulham yfir á útivelli á móti WBA eftir 28 mínútna leik.
15:23 MARK 2:1 fyrir West Ham.
Nóg að gerast í London og heimamenn í West Ham ná að setja tvö mörk með stuttu milibili. Cole skorar á 23. mínútu.
15:21 MARK 1:1 hjá West Ham.
Matt Jarvis jafnar metin fyrir West Ham.
15:20 MARK 0:1 fyrir Hull.
Tom Huddlestone kemur gestunum yfir gegn Cardiff eftir 18. mínútna leik.
15:10 MARK 0:1 fyrir Southampton
Maya Yoshida skorar fyrir Southampton og kemur liðinu yfir. Mörkin koma í Lundúnum í dag.
15:05 MARK 1:0 fyrir Arsenal.
Oliver Giroud þakkar fyrir sætið í byrjunarliðinu og skorar eftir rúmar 4 mínútur.
15:00 Leikirnir hafnir

Liðsskipan í leikjunum:

Arsenal: Wojciech Szczęsny, Bakary Sagna, Per Mertesacker, Laurent Koscielny, Nacho Monreal, Mikel Arteta, Jack Wilshere, Santi Cazorla, Tomáš Rosický, Lukas, Podolski, Olivier Giroud. Varamenn: Łukasz Fabiański, Carl Jenkinson, Alex Oxlade-Chamberlain, Mathieu Flamini, Serge Gnabry, Yaya Sanogo, Nicklas Bendtner.
Sunderland: Vito Mannone, Phil Bardsley, John O'Shea, Santiago Vergini, Marcos Alonso, Sung-Yueng Ki, Liam Bridcutt, Jack Colback, Adam Johnson, Fabio Borini, Jozy Altidore. Varamenn: Óscar Ustari, Ondřej Čelustka, Carlos Cuellar, Sebastian Larsson, Craig Gardner, Emanuele Giaccherini, Ignacio Scocco.

Cardiff: Marshall, Fabio, Taylor, Cowi, Caulker, Torres Ruiz, Zaha, Wolff Eikrem, Jones, Campbell, Noone. Varamenn: Turner, Whittingham, Aron Einar Gunnarsson, Daehli, Lewis, Berget, John.
Hull:
McGregor, Rosenior, Figueroa, Livermore, Bruce, Davies, Elmohamady, Huddlestone, Long, Jelavic, Meyler. Varamenn: Chester, Koren, Boyd, Sagbo, Harper, Aluko, Quinn.

City: Joe Hart, Pablo Zabaleta, Vincent Kompany, Martín Demichelis, Aleksandar Kolarov, David Silva, Fernandinho, Yaya Touré, Samir Nasri, Álvaro Negredo, Edin Džeko. Varamenn: Costel Pantilimon, Joleon Lescott, Gaël Clichy, James Milner, Javi García, Jesús Navas, Stevan Jovetić.
Stoke: Asmir Begović, Geoff Cameron, Marc Wilson, Ryan Shawcross, Erik Pieters, Glenn Whelan, Charlie Adam, Jonathan Walters, Marko Arnautović, Peter Odemwingie, Peter Crouch. Varamenn: Thomas Sørensen, Marc Muniesa, Thomas Sørensen, Marc Muniesa, Andy Wilkinson, Wilson Palacios, Steven N'Zonzi, Matthew Etherington, Stephen Ireland.

WBA: Ben Foster, Billy Jones, Jonas Olsson, Gareth McAuley, Liam Ridgewell, Chris Brunt, Youssouf Mulumbu, Morgan Amalfitano, James Morrison, Saido Berahino, Thievy Bifouma. Varamenn: Boaz Myhill, Craig Dawson, Zoltán Gera, Scott Sinclair, Victor Anichebe, Graham Dorrans, Matěj Vydra.
Fulham: Maarten Stekelenburg, Sascha Riether, Johnny Heitinga, Brede Hangeland, Fernando Amorebieta, Ashkan Dejagah, Steve Sidwell, Scott Parker, Kieran Richardson, Lewis Holtby, Hugo Rodallega. Varamenn: David Stockdale, John Arne Riise, Dan Burn, William Kvist, Pajtim Kasami, Kostas Mitroglou, Muamer Tanković.

West Ham: Adrián, Guy Demel, James Tomkins, James Collins, George McCartney, Matthew Taylor, Mark Noble, Stewart Downing, Kevin Nolan, Matt Jarvis, Carlton Cole. Varamenn: Jussi Jääskelainen, Winston Reid, Pablo Armero, Jack Collison, Mohamed Diamé, Joe Cole, Antonio Nocerino.
Southampton: Artur Boruc, Calum Chambers, Maya Yoshida, José Fonte, Luke Shaw, Jack Cork, Morgan Schneiderlin, Jay Rodriguez, Adam Lallana, Steven Davis, Rickie Lambert. Varamenn: Kelvin Davis, Nathaniel Clyne, Dejan Lovren, Gastón Ramírez, James Ward-Prowse, Guly Do Prado, Sam Gallagher.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert