Barnes: Ekki vegna hörundslitarins

Sol Campbell er heldur betur í fréttunum þessa dagana vegna …
Sol Campbell er heldur betur í fréttunum þessa dagana vegna ævisögunnar. AFP

John Barnes, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í knattspyrnu sem lengi lék með Liverpool, kveðst ekki hafa trú á því að hörundsliturinn hafi haft nokkuð með það að gera að Sol Campbell skyldi ekki vera fyrirliði enska landsliðsins um árabil.

Campbell, sem lék 73 landsleiki fyrir Englands hönd, var fyrirliði í þremur leikjum með því á ferlinum en segir í ævisögu sinni sem er nýkomin út að ef hann hefði verið hvítur á hörund hefði hann örugglega verið landsliðsfyrirliði í tíu ár.

„Ég sé ekki að Sol hefði verið fyrirliði í tíu ár, ef maður horfir á hverjir voru fyrirliðar á þessum árum. Fyrst Tony Adams og síðan Alan Shearer. Svo tók David Beckham við og það hafði mikið auglýsingagildi fyrir knattspyrnusambandið. Ég held að þetta hafi ekki endilega verið vegna hörundslitarins hjá Sol,“ sagði Barnes í viðtali við BBC í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert