Lucas snýr aftur eftir meiðsli

Lucas Leiva hefur átt við meiðsli að stríða síðustu sjö …
Lucas Leiva hefur átt við meiðsli að stríða síðustu sjö vikurnar. AFP

Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Leiva stefnir á að spila síðustu tíu leiki tímabilsins með Liverpool en hann er að jafna sig eftir langvinn meiðsli.

Lucas greindi frá því á twittersíðu sinni að hann myndi spila með varaliði Liverpool í kvöld þegar það mætir West Ham. Hann kvaðst ánægður með að endurhæfing sín hefði gengið mjög vel og sagðist hlakka til síðustu 10 leikja tímabilsins.

Lucas hefur verið frá keppni síðustu sjö vikur vegna hnémeiðsla en hann meiddist í leik gegn Aston Villa 18. janúar.

Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar nú þegar 28 umferðum af 38 er lokið, fjórum stigum á eftir toppliði Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert