Áhrifamikil tölfræði hjá Liverpool

Steven Gerrard fagnar marki sínu gegn Sunderland í gær.
Steven Gerrard fagnar marki sínu gegn Sunderland í gær. AFP

Enska blaðið Liverpool Echo hefur tekið saman áhrifamikla tölfræði hjá Liverpool á leiktíðinni en margir telja að Liverpool eigi góða möguleika á að vinna Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1990.

Hér getur að líta nokkra tölfræðimola sem Liverpool Echo hefur tekið saman:

7 - Liverpool hefur unnið sjö leiki í röð en liðið hafði betur gegn Sunderland í gær, 2:1.

11 - Fyrirliðinn Steven Gerrard er búinn að skora 11 mörk og hafa 10 þeirra komið úr föstum leikatriðum.

20 - Daniel Sturridge skoraði sitt 20. mark í deildinni í gærkvöld og þeir Suárez eru fyrsta framherjaparið sem nær að skora 20 mörk eða fleiri á einu tímabili síðan Roger Hunt og Ian St. John afrekuðu það með Liverpool tímabilið 1963-64.

21 - Liverpool hefur skorað í 21 leik í röð í fyrri hálfleik sem er met í úrvalsdeildinni. 

23 - Ekkert lið hefur skotið oftar í tréverkið á tímabilinu en Liverpool. Þegar Daniel Sturridge skaut í stöngina var það í 23. sinn sem tréverkið kemur mótherjum Liverpool til hjálpar.

48 - Suárez og Sturridge hafa skorað samtals 48 mörk í deildinni á tímabilinu. Það er meira en 73 af 95 liðum í fimm stærstu deildum Evrópu hefur tekist að skora.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert