Riera genginn til liðs við Watford

Albert Riera í leik með Liverpool.
Albert Riera í leik með Liverpool. AFP

Spænski knattspyrnumaðurinn Albert Riera, sem um tíma var á mála hjá Liverpool, er genginn í raðir enska B-deildarliðsins Watford og mun leika með liðinu út leiktíðina.

Riera, sem er 31 árs gamall, var leystur undan samningi við tyrkneska liðið Galatasaray í janúar. Á dögunum var greint frá því að hann hefði samið við Udinese um að ganga til liðs við félagið í sumar en hann gæti verið lánaður til Watford á næsta tímabili. Sömu eigendurnir eru að Udinese og Watford en það er Pozzo-fjölskyldan á Ítalíu.

Rirea lék með Liverpool á árunum 2008-10. Hann lék 40 leiki með liðinu í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim þrjú mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert