Er Liverpool að undirbúa tilboð í Barkley?

Ross Barkley hefur leikið sérlega vel með liði Everton á …
Ross Barkley hefur leikið sérlega vel með liði Everton á tímabilinu. AFP

Enska götublaðið Daily Star heldur því fram í dag að Liverpool ætli að gera risatilboð í Ross Barkley, miðjumanninn stórefnilega sem leikur með Everton.

Blaðið segir að Liverpool sé reiðubúið að greiða 38 milljónir punda fyrir Barkley sem slegið hefur í gegn með Everton-liðinu á leiktíðinni. Ef að kaupunum verður þá yrði Barkley, sem er 20 ára gamall, dýrasti leikmaðurinn í sögu Liverpool en stuðningsmenn rauða hersins hljóta að taka þessum fréttum með miklum vara sem og Everton-menn enda eru bresku götublöðin iðin við koma fram með fréttir sem þessar.

Vitað er að áhuga Manchester City, Manchester United og Chelsea á Barkley en Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, lét hafa eftir sér á dögunum að Barkley væri ekki til sölu og skipti þá engu hversu hátt tilboð bærist í hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert