City marði jafntefli gegn botnliðinu - Everton tapaði

Það urðu heldur betur óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Manchester City varð að láta sér lynda 2:2 jafntefli gegn Sunderland á heimavelli og Crystal Palace vann frækinn 3:2 sigur gegn Everton á Goodison Park.

City er í þriðja sæti deildarinnar með 71 stig. Chelsea hefur 75 og Liverpool 77 en City á leik til góða. Everton mistókst að endurheimta fjórða sætið en liðið er stigi á eftir Arsenal í fimmta sætinu

90+4 Leik Everton og Crystal Palace er lokið með 3:2 sigri Palace.

90+3 Leik Manchester City og Sunderland er lokið með 2:2 jafntefli.

88. MARK!! Samir Nasri var að jafna metin fyrir City. Manone markvörður Sunderland varði skot frá Nasri en missti hann innfyrir línuna.

84. MARK!! Everton heldur í vonina. Kevin Mirallas var að minnka muninn í 3:2.

83. MARK!! Ótrúlegir hlutir að gerast á Ethiad vellinum. Sunderland er komið yfir og aftur var það Connor Wickham sem skoraði.

73. MÖRK!! Crystal Palce var að komast í 3:1 með marki frá Cameron Jerome og í sömu mun jafnaði Connor Wickham metin fyrir Sunderland.

61. MARK!! Everton var að minnka muninn en það gerði Skotinn Steven Naismith.

49. MARK!! Crystal Palace var að komast í 2:0 á Goodison Park. Það var varnarjaxlinn Scott Dann skoraði með skalla eftir aukaspyrnu.

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

45+3 Það er kominn hálfleikur í leikjunum báðum.

43. STÖNG!! Minnstu munaði að Palace bætti við öðru mark en skot frá Yannick Bolasie fór í stöngina.

23. MARK!! Crystal Palace er komið yfir á Goodsion Park. Það var hinn sjóðheiti Jason Puncheon sem skoraði markið.

18. Ítalinn Borini leikmaður Sunderland komst í afar gott færi en skotið hans var misheppnað. Sunderland hefur ógnað mark City nokkrum sinnum á þessu fyrstu mínútum.

2. MARK!! Manchester City var ekki lengi að komast yfir. Brasilíumaðurinn Fernandinho skoraði fyrir heimamenn.

1. Flautað til leiks í leikjunum tveimur.

0. Liverpool er í toppsæti deildarinnar með 77 stig, Chelsea er með 75 og Manchester City er með 70 stig en á tvo leiki til góða.

0. Everton getur endurheimt fjórða sæti. Arsenal er í fjórða sætinu með 67 stig en Everton er stigi á eftir og á leikinn til góða í kvöld.

Manchester City: Hart, Zabaleta, Kompany, Demichelis, Kolarov, Milner, Garcia, Fernandinho, Nasri, Agüero, Negredo.

Sunderland: Mannone, Vergini, Alonso, Brown, O'Shea, Cattermole, Colback, Larsson, Johnson, Borini, Wickham.

Everton: Howard; Coleman, Stones, Distin, Baines; Barry, Mirallas, Barkley, Deulofeu, McGeady; Lukaku.

Palace: Speroni, Mariappa, Delaney, Dann, Ward, Jedinak, Ledley, Bolasie, Puncheon, Chamakh, Jerome.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert