Ungur framherji West Ham látinn

Dylan Tombides.
Dylan Tombides. Ljósmynd/whufc.com

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham greindi frá því á vef sínum í dag að ástralski framherjinn Dylan Tombides sé látinn en hann hefur undanfarin þrjú ár barist við krabbamein. Tombides var 20 ára gamall og lést hann í faðmi fjölskyldu sinnar í morgun.

Veikindi Tombides greindust sumarið 2011 en hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði West Ham í leik á móti Wigan í ensku deildabikarkeppninni í september 2012. Þá lék hann með unglingalandsliði Ástralíu.

Einnar mínútu þögn verður fyrir leik West Ham og Crystal Palace í deildinni á morgun til minningar um Tombides.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert