Sherwood: Engin tilviljun

Tim Sherwood knattspyrnustjóri Tottenham.
Tim Sherwood knattspyrnustjóri Tottenham. AFP

„Þegar svona lítið er eftir af leiktíðinni þurfa nær öll lið deildarinnar nauðsynlega á stigum að halda og öll liðin gefa allt sem þau eiga í leikina. Þess vegna var mjög gott að vinna Fulham og að skora þrjú mörk gegn liðinu,“ sagði Tim Sherwood knattspyrnustjóri Tottenham í viðtali við BBC eftir 3:1-sigur Tottenham á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sherwood hrósaði danska miðjumanninum Christian Eriksen í hástert eftir leikinn, en Eriksen lagði upp tvö af mörkum Tottenham í leiknum. „Þetta voru frábærar stoðsendingar hjá honum. En þetta er engin tilviljun. Hann leggur gríðarlega hart að sér á öllum æfingum. Hann vill vera í stöðugri framför,“ sagði Sherwood.

Sherwood var líka ánægður með franska markvörðinn Hugo Lloris sem varði meðal annars vítaspyrnu í leiknum. „Hann átti góðan leik. Lloris er líka leikmaður sem leggur hart að sér eins og Eriksen. Hann varði nokkrum sinnum vel í leiknum, en Fulham má eiga það að liðið lék á löngum köflum vel og sýndi mikla baráttu. Leikmenn Fulham sýndu þrautsegju og því var mikilvægt að Lloris átti góðan leik,“ sagði Sherwood.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert