Afar öruggt hjá Arsenal

Aaron Ramsey á fullri ferð gegn leikmönnum Hull á KC-leikvangi …
Aaron Ramsey á fullri ferð gegn leikmönnum Hull á KC-leikvangi í dag. AFP

Arsenal vann öruggan sigur á Hull City, 3:0, í heimsókn sinni á KC-leikvang í Hull í dag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal treysti stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar með með þessum sigri. Liðið hefur 70 stig þegar það á þrjá leiki eftir. Everton, sem mætir Manchester United á heimavelli á eftir, er fjórum stigum á eftir. 

Aaron Ramsey átti stórleik. Hann skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp tvö. 

Hull City - Arsenal 0:3
- Ramsey 31., Podolski 45., 54.

90. Leiknum er lokið með sigri Arsenal. 

85. Fátt um fína drætti og engu líkara en leikmenn beggja liða bíði eftir að flautað verði til leiksloka. 

64. Nú skall hurð nærri hælum upp við mark Hull. Löng sending barst aftur til Harper markvarðar sem fór sér í engu óðslega. Það hafði nærri komið honum í koll því Frakkinn Giroud hirti boltann af Harper og spyrnti knettinum í markslána. 

54. MARK 0:3 Snörp og hröð sókn hjá Arsenal. Ramsey á þrumuskot úr miðjum vitateignum sem Harper ver en heldur ekki boltanum sem hrekkur út í teiginn þar sem Podolski er réttur maður á réttum stað. 

47. Matty Fryatt nærri því skora fyrir heimamenn eftir undirbúning hjá Tom Huddlestone sem kom inn á sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks vegna kálfameiðsla Shane Long.

46. Síðari hálfleikur er hafinn á KC-leikvangi í Hull. 

45+4. Flautað til loka fyrri hálfleiks. Arsenal er með tveggja marka forskot á KC-leikvangi. 

45+1. MARK 0:2 Flott skyndisókn hjá Arsenal. Boltinn barst fyrir markið Hull þar sem Ramsey tekur boltann niður og sendir Lukas Podolski sem skýtur boltanum rakleitt í mark Hull City. Heimamenn eru æfir því þeir vildu fá aukaspyrnu þegar Arsenal-liðið náði af þeim boltanum.  Það tjáir ekki að deila við dómarann nú fremur en áður. 

35. Livermore á hörkuskot í markstöng Arsenal. Þarna voru heimamenn nærri því að jafna. 

31. MARK 0:1 Aaron Ramsey kemur Arsenal yfir eftir laglegt samspi.

23. Jelavic sleppur inn fyrir vörn Arsenal en loksins þegar hann kemur skoti að markinu er skotvinkilinn orðinn þröngur og boltinn er fátt yfir mark Arsenal. 

19. Lukas Podolski  á skot að markinu sem Steve Harper, markvörður Hull, ver. 

15. Jelavic á gott skot sem Szczesny ver í horn. Upp úr hornspyrnunni skallar einn leikmanna Hull boltanum yfir markið. 

13. Mesut Ozil vill fá vítaspyrnu eftir viðskipti sín við Ahmed Elmohamady og hafði talsvert til síns máls. Jon Moss, dómari er á öðru máli. 

5. Gera verður stutt hlé á leiknum með auglýsingaskilti eru tekin saman eftir að vindkviða feykti þeim út á leikvöllinn. Annar aðstoðardómari leiksins mátti teljast heppinn af verða ekki fyrir skiltunum. 

2. Ragnstaða á Giroud, framherja Arsenal. 

1. Leikurinn er hafinn og leikmenn Hull vinna hornspyrnu sem ekkert verður úr. 

0. Stutt þögn er fyrir leikinn vegna fráfalls fyrrverandi leikmanns Hull City, Andy Davidson. Hann lést á dögunum 81 árs að aldri. 

0. Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt og eru þau skipuð eftirtöldum leikmönnum:  

Hull: Harper, Elmohamady, Chester, Davies, Rosenior, Meyler, Huddlestone, Livermore, Boyd, Jelavic, Long. Varamenn: Figueroa, Bruce, Koren, Fryatt, Jakupovic, Sagbo, Quinn.

Arsenal: Szczesny, Sagna, Mertesacker, Koscielny, Monreal, Ramsey, Arteta, Cazorla, Ozil, Podolski, Giroud. Varamenn: Rosicky, Oxlade-Chamberlain, Flamini, Fabianski, Sanogo, Jenkinson, Källström.

Dómari: Jon Moss.

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert