Everton eltir Arsenal

David Moyes verður á sínum gamla heimavelli í dag.
David Moyes verður á sínum gamla heimavelli í dag. AFP

Everton heldur áfram að elta Arsenal í keppninni um fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið vann öruggan sigur á Manchester United á Goodison Park í Liverpool í dag, 2:0.  Everton er stigi á eftir Arsenal þegar þrjár umferðir eru eftir. 

Everton-liðið réði lögum og lofum í leiknum frá upphafi til enda. Bæði mörkin voru skoruðu í síðari hálfleik en heimamenn gátu svo sannarlega bætt við mörkum og voru líklegri til þess að leikmenn Manchester United sem eiga ekki sjö daga ekki sæla.

Þetta er í fyrsta sinn frá leiktíðinni 1969-1970 sem Everton vinnur báða leikina í efstu deild gegn Manchester United. 

Everton  - Manchester United 2:0
Baines, víti, 27., Mirallas 43.

90+3. Smalling skallar framhjá marki Everton eftir sendingu frá Rooney. 

90. Fjórum mínútum bætt við. Þær munu engu breyta fyrir gestina. 

87. Rooney komst einn gegn Howard eftir frábæra sendingu frá Hernandez  en Howard varði meistaralega. Þetta var eiginlega eiginlega eina marktækifæri United í leiknum. 

85. Svo virðist sem leikmenn Manchester United bíði þess ekki aðeins að þessari viðureign ljúki heldur hreinlega keppnistímbilinu. 

80. De Gea ver frábærlega skot frá Naismith. Everton fær hornspyrnu sem engri hættu skilar. 

77. Naismith sópar boltanum yfir mark United eftir góða skyndisókn og sendingu frá hægri kanti. 

75. Kagawa  fer af leikvelli. Í hans stað kemur Welbeck. Moyes hefur þar með nýtt allar skiptingar sínar. 

64. Hernandez á góða sendingu á Fletcher sem er á auðum sjó rétt utan vítateigs en hittir boltann afar illa svo engin hætta skapast við mark Everton. 

60. Valencia kemur inn á völlinn fyrir Nani og Evans fer einnig af leikvelli og Hernandez kemur í hans stað. Samlling fer miðvarðarstöðuna. Þessi breyting hlýtur að hressa upp á dauft lið United. 

59. Kagawa á máttlausan skalla að marki Everton en Howard handsamar boltann örugglega.

47. Kagawa á langskot sem Howard ver örugglega enda fór skotið beint á hann. 

46. Síðari hálfleikur er hafinn. Rooney kemst í vænlega stöðu en er of lengi að munda skotfótinn og varamaðurinn Alcaraz nær að bægja hættunni frá á elleftu stundu. Alcaraz kom inn á í byrjun síðari hálfleiks í stað Sylvain Distin sem er meiddur. 

45. Fyrri hálfleik lokið. Þótt United hafi verið með boltann í rúmlega 60% af leiktímanum í fyrri hálfleik hefur leikur liðsins verið hugmyndalítill eins og stundum áður á keppnistímabilinu. 

43. Afar vel útfærð skyndisókn hjá Everton sem endar með því að Miralles fær sendingu inn fyrir vörn United þar sem hann skorar örugglega framhjá De Gea. 

40. Þrátt fyrir lipurlega spretti til þess hefur fátt verið um marktækifæri á báða bóga síðan Everton skoraði úr vítaspyrnu. 

27. VÍTI! Skyndisókn hjá Everton, tveir sóknarmenn gegn tveimur varnarmönnum. Lukaku reynir markskot rétt utan teigs, Phil Jones varnarmaður missir jafnvægið um líkt leyti og baðar út hendinni. Skot Lukaku fer í handlegg Jones. Clattenburg dæmir réttilega vítaspyrnu og sýnir Jones gula spjaldið. 
Úr vítaspyrnunni skorar Leighton Baines

23. Naismith fékk boltann rétt utan vítateigslínunnar. En í stað þess að taka boltann niður og halda áfram í átt að markinu tekur piltur þá ákvörðun að spyrna knettinum viðstöðulaust með þeim afleiðingum að boltinn fer himin hátt yfir markið. 

20. Fátt um fína drætti ennþá á Goodison Park. Leikmenn Everton hafa í tvígang krafist þess að fá vítaspyrnu en ekki hefur verið komið til móts við kröfur þeirra. 

1. Athygli vekur að Nani er í byrjunarliðinu hjá United í dag en henn hefur ekki oft verið það á þessari leiktíð. 

1. Leikurinn er hafinn. Moyes fékk allgóðar viðtökur hjá stuðningsmönnum Everton þegar hann gekk inn á leikvanginn. 

0. Everton verður að vinna leikinn til þess að eiga enn möguleika á fjórða sætinu sem gefur keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. 

0. Lið dagsins hafa verið tilkynnt. Þau eru skipuð eftirtöldum leikmönnum: 

Everton: Howard, Coleman, Stones, Distin, Baines, McCarthy, Barry, Lukaku, Barkley, Mirallas, Naismith. Varamenn: Robles, Hibbert, McGeady, Deulofeu, Osman, Garbutt, Alcaraz.

Man Utd: De Gea, Jones, Smalling, Evans, Buttner, Carrick, Fletcher, Nani, Mata, Kagawa, Rooney. Varamenn: Giggs, Lindegaard, Hernandez, Welbeck, Valencia, Fellaini, Januzaj.

Dómari: Mark Clattenburg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert