„Vantaði meiri gæði á síðasta þriðjungnum“

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP

Wayne Rooney fyrirliði Manchester United í tapi liðsins á móti Everton á Goodison Park í dag segir að það hafi vantað meiri gæði á síðasta þriðjungi vallarins hjá liðinu en Englandsmeistararnir töpuðu sínum 11. leik í deildinni á tímabilinu.

„Úrslitin voru vitaskuld vonbrigði. Mér fannst boltinn ganga vel hjá okkur í fyrri hálfleik en við náðum ekki að ógna marki Everton. Leikmenn Everton lágu aftarlega á vellinum en við hefðum þurft að nota breidd vallarins betur og vera duglegir að hlaupa í svæðin fyrir aftan vörnina. Það vantaði einfaldlega meiri gæði á síðasta þriðju vallarins,“ sagði Rooney, sem náði sér engan veginn á strik gegn sínu gamla liði.

„Það vita allir að Everton er erfitt heima að sækja en við fengum á okkur tvö klaufaleg mörk og það gerði okkur erfitt fyrir. Everton er á góðu róli. Það er mikið sjálfstraust í þeirra herbúðum og við vissum að þetta yrði erfitt,“ sagði Rooney.

Wayne Rooney þakkar stuðningsmenn United fyrir stuðninginn í leiknum.
Wayne Rooney þakkar stuðningsmenn United fyrir stuðninginn í leiknum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert