Stjórasamtökin óhress með United

David Moyes.
David Moyes. AFP

Samtök enskra knattspyrnustjóra hafa lýst yfir óánægju með hvernig Manchester United stóð að því að tilkynna brottvikningu Davids Moyes úr starfi.

United tilkynnti á þriðjudagsmorguninn að honum hefði verið sagt upp en á mánudaginn birtu fjölmiðlar fréttir þess efnis að brottrekstur Skotans væri yfirvofandi.

„Daviid kom fram af miklum heilindum og fagmennsku allan tímann sem hann starfaði hjá Manchester United, eins og ávallt, enda eru það gildi sem hann trúir á og hafa verið sterklega tengd þessu félagi um langa tíð. Þess vegna var dapurlegt að sjá að brotthvarf Davids frá United skyldi vera meðhöndlað á svona ófagmannlegan hátt," segir í yfirlýsingu frá samtökunum, sem eru sérstaklega óánægð með að Moyes skyldi ekki hafa heyrt neitt frá félaginu áður en fregnir af yfirvofandi brottvikningu voru komnar í fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert