Wenger skrifar undir

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. GLYN KIRK

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal mun skrifa undir nýjan samning við félagið og Frakkinn ætlar að taka upp veskið í sumar og styrkja leikmannahóp sinn til mikilla muna.

Vefútgáfa enska blaðsins Mirror greinir frá þessu í kvöld en óvissa hefur ríkt um stöðu mála hjá Lundúnaliðinu þar sem Wenger hefur ekki ritað nafn sitt undir nýjan samning.

En Wenger, sem vonast til að lið sitt endi á meðal fjögurra efstu liða og vinni sigur í ensku bikarkeppninni, hefur verið heitið því að hann fái að eyða 70 milljónum pundum í nýja leikmenn í sumar og er Wenger að skoða sig um á leikmannamarkaðnum.

Króatíski framherjinn Mario Mandzukic leikmaður Bayern München er einn þeirra leikmanna sem Arsenal horfir til en líklega er hann á förum frá Evrópumeisturunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert