Olic ákvað að hafna Stoke

Ivica Olic, hér í baráttu við Mats Hummels hjá Dortmund, …
Ivica Olic, hér í baráttu við Mats Hummels hjá Dortmund, verður áfram í herbúðum Wolfsburg á næstu leiktíð. AFP

Króatíski framherjinn Ivica Olic mun ekki ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Stoke í sumar eins og knattspyrnustjórinn Mark Hughes hafði gert sér vonir um. Þess í stað skrifaði Olic undir nýjan samning við Wolfsburg.

Hughes hafði rætt við Olic í þeim tilgangi að sannfæra Króatann um að koma til Stoke og sjálfur hafði hann lýst yfir áhuga á að færa sig til Englands. Sú verður ekki raunin. Olic, sem er 34 ára gamall, gerði samning við Wolfsburg sem gildir til næstu tveggja ára. Hann hefur skorað 13 mörk fyrir liðið í þýsku 1. deildinni á yfirstandandi tímabili.

„Ég er mjög ánægður með að framtíð mín sé nú orðin ljós og að ég spili áfram hjá Wolfsburg. Við viljum láta til skarar skríða í deildinni og í Evrópu á komandi leiktíðum. Mér finnst ótrúlega gaman að vera hluti af þessu liðið og fjölskyldu minni líður mjög vel hérna,“ sagði Olic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert