Fjögur mörk hjá Swansea

Gylfi Sigurdsson
Gylfi Sigurdsson AFP

Swansea skoraði fjögur mörk þegarliðið lagði Aston Villa 4:1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og er liðið með 39 stig í 12. sæti og hefur tryggt sér áframhaldandi sætií deildinni.

Hull náði í stig á móti Fulham, WBA fjarlægðist fallsvæðið með sigri á West Ham og Tottenham lagði Stoke á útivelli þar sem Danny Rose skoraði sigurmarkið. Gylfi Sigurðsson kom inn á hjá Tottenham á 72. mínútu.

Stoke - Tottenham 0:1 Leik lokið
Danny Rose 33. Rautt spjald: Ryan Shawcross, Stoke, (52.)

Fulham - Hull 2:2 Leik lokið
Ashkan Dejagah 55., Fernando Amorebieta 58. - Nikica Jelavic 75., Shane Long 87.

Swansea - Aston Villa 4:1 Leik lokið
Wilfried Bony 10., 90+ (víti) Shelevey 26., Hernandez 73. - Agbonlahor 22.

WBA - West Ham 1:0 Leik lokið
Berahino 11.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

15:54 MARK 4:1 Bony gerir sitt annað mark fyrir Swansea, úr vítaspyrnu í uppbótartíma

15:52 MARK 2:2 Hull jafnar metin með marki Long á 87. mínútu.

15:49 MARK 2:1 Jelavic lagar stöðuna fyrir Hull á móti Fulham

15:32 MARK 3:1 Swanse að krækja sér í mikilvæg stig Heernandez gerir þriðja mark liðsins á 73. mínútu.

15:30 SKIPTIN Gylfi Sigurðsson kemur inn á hjá Tottenham á 72. mínútu í stað Chadli

15:17 MARK 2:0 Stutt á milli marka hjá Fulham því Amorebieta gerði annað markið þremur mínútum eftir fyrsta mark liðsins.

15:15 MARK 1:0 Komið mark í öllum leikjunum því Dejagah kemur Fulham yfir á 55. mínútu.

15:10 RAUTT Ryan Shawcross, leikmaður Stoke, fékk annað gult spjald og er því farinn af velli með rautt spjald.

15:02 Leikir hafnir á ný

14:47 HÁLFLEIKUR Komin mörk í þremur leikjum af fjórum en markalaust er í leik Fulham og Hull þar sem gestirnir hafa fengið að líta þrjú gul spjöld.

14:33 MARK 0:1
í Stoke þar sem Danny Rose skorar fyrir Spurs eftir góðan undirbúning Adebayor.

14:26 MARK 2:1
Það er stutt á milli marka í leik Swansea og Aston Villa því Jonjo Shelvey var að koma heimamönnum í Swanse yfir á ný með marki á 26. mínútu.

14:23 MARK 1:1
Aston Villa jafnar metin á móti Swansea með marki frá Gabriel Agbonlahor á 22. mínútu.

14:12 MARK 1:0
fyrir Swansea Wilfried Bony skorar fyrir Swansea á móti Aston Villa.

14:12 MARK 1:0
fyrir WBA Saido Berahino kemur heimamönnum yfir .

14:00
Leikirnir eru hafnir

Gylfi Sigurðsson er á bekknum hjá Tottenham. Með sigri fer Stoke upp fyrir Newcastle í 9. sætið en Tottenham verður áfram í 6. sæti, sama hvernig leikurinn fer.

Fulham þar nauðsynlega þrjú stig á móti Hull og fara þar með í 33 stig líkt og WBA er með fyrir leik liðsins í dag. Hull færi hins vegar hugsanlega upp í 12 sætið með sigri.

Spennandi leikur verður örugglega raunin þegar Swansea fær Aston Villa í heimsókn, heimamenn með 36 stig í 13. sæti og gestirnir með 35 stig í 15. sæti.

WBA langar í þrjú stig til að komast aðeins lengra frá fallsvæðinu, er nú með 33 stig í 16. sæti en West Ham 37 stig í 12. sæti.

Stoke: Begovic, Cameron, Muniesa, N'Zonzi, Shawcross, Wilson, Odemwingie, Whelan, Crouch, Ireland, Arnautovic. Varamenn: Pieters, Palacios, Adam, Walters, Assaidi, Wilkinson, Sørensen.
Tottenham:
Lloris, Naughton, Rose, Chadli, Kaboul, Dawson, Lennon, Paulinho, Adebayor, Kane, Eriksen. Varamenn: Soldado, Townsend, Gylfi Sigurdsson, Friedel, Sandro, Fryers, Bentale.

Fulham: Stockdale, Riether, Riise, Amorebieta, Hangeland, Heitinga, Parker, Sidwell, Rodallega, Holtby, Diarra. Varamenn: Stekelenburg, Kasami, Richardson, Dejagah, Woodrow, Roberts, Bent.
Hull:
Harper, Rosenior, Elmohamady, Davies, Bruce, Chester, Livermore, Meyler, Jelavic, Long, Huddlestone. Varamenn: Koren, Fryatt, Jakupovic, Boyd, Sagbo, Aluko, Quinn.

Swansea: Vorm, Rangel, Davies, De Guzmán, Amat, Williams, Routledge, Britton, Bony, Shelvey, Hernández. Varamenn: Taylor, Dyer, Tremmel, Alvaro, Bartley, Fulton, Emnes.
Aston Villa:
Guzan, Bacuna, Bertrand, Westwood, Vlaar, Baker, El Ahmadi, Delph, Agbonlahor, Albrighton, Weimann. Varamenn: Clark, Steer, Sylla, Tonev, Holt, Lowton, Robinson.

WBA: Foster, Reid, Jones, Dorrans, Dawson, Olsson, Amalfitano, Mulumbu, Berahino, Sessegnon, Brunt. Varamenn: Yacob, Morrison, Myhill, Lugano, Anichebe, Vydra, Bifouma Koulossa.
West Ham:
Adrián, Demel, McCartney, Noble, Tomkins, Reid, Jarvis, Diamé, Carroll, Nolan, Downing. Varamenn: Armero, Vaz Te, Collins, Jääskeläinen, Cole, Cole, Nocerino.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert