Fowler á leiðinni til Liverpool

Robbie Fowler hefur hafið störf fyrir Liverpool
Robbie Fowler hefur hafið störf fyrir Liverpool mbl.is/Árni Sæberg

Liverpool goðsögnin Robbie Fowler eða „Guð“ eins og stuðningsmenn liðsins kalla hann, er á leiðinni aftur til félagsins en nú  sem sem sérstakur sendiherra. 

Fowler sem spilaði með Liverpool frá níu ára aldri spilaði sinn fyrsta aðalliðs leik 18 ára gamall og lék með liðinu 236 leiki á árunum 1993-2001 og skoraði í þeim 120 mörk. Stuðningsmönnum til mikillar spilaði hann svo aftur með liðinu árin 2006-2007 þegar Spánverjinn Rafael Benítez sat við stjórnvölinn. Þá lék Fowler 30 leiki og skoraði 8 mörk.

„Liverpool hefur verið stór hluti af mínu lífi í 30 ár. Það var mikilll heiður að spila fyrir félagið og það er enn meiri heiður að hafa verið beðinn um að vera sendiherra fyrir félagið,“ sagði Fowler í viðtali við sjónvarpsstöð Liverpool.

„Ég hlakka til að koma fram fyrir hönd þessa mikla félags og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að stuðla að bættum árangri innan sem utan vallar,“ sagði Robbie Fowler.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert