Eriksson: Takk Gerrard

Fyrrum landsliðsþjálfarar England, Fabio Capello (t.v.) og Sven-Göran Eriksson (t.h.).
Fyrrum landsliðsþjálfarar England, Fabio Capello (t.v.) og Sven-Göran Eriksson (t.h.). AFP

Fyrrum landsliðsþjálfari Englands, Sven-Göran Eriksson segir það vera synd að Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins á HM í Brasilíu og fyrirliði Liverpool sé hættur að spila með landsliðinu.

„Það er synd vegna þess að hann var og er frábær leikmaður fyrir bæði England og Liverpool,“ sagði Svíinn.

„Þetta er leiðinlegt fyrir England og Steven. Mér finnst að hann hefði átt að halda áfram. Svo lengi sem þú ert nógu og góður til að spila fyrir Englan, þá áttu að gera það,“ sagði Eriksson.

„Mér finnst að allir eigi að segja eitt stórt takk við Steven fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir þjóðina. Hann hefur frábært viðhorf, er frábær atvinnumaður og frábær knattspyrnumaður,“ sagði Eriksson sem stýrði Englandi með góðum árangri en hann kom liðinu í átta-liða úrslit á HM 2002 og 2006 og einnig á EM 2004. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert