Bojan Krkic til Stoke

Bojan Krkic að tækla Pedro Rodriguez í leik Ajax og …
Bojan Krkic að tækla Pedro Rodriguez í leik Ajax og Barcelona í Meistaradeildinni í vetur. AFP

Enska úrvalsdeildarliðið Stoke City tilkynnti á twittersíðu félagsins að það væri búið að kaupa spænska sóknarmanninn Bojan Krkic frá Barcelona en kaupverðið var ekki gefið upp. Krkic gerði fjögurra ára samning við félagið.

„Allir sem eitthvað vita um evrópska knattspyrnu þekkja hann sem leikmann og sú staðreynd að hann skuli sjá framtíð sína hjá Stoke er mjög spennandi,“ sagði Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke City, á blaðamannafundi þar sem þetta var tilkynnt.

Krkic var samherji Kolbeins Sigþórssonar hjá Ajax í Hollandi á síðasta tímabili þar sem hann lék með liðinu á láni. Þar spilaði hann 24 leiki og skoraði fjögur mörk. Hjá Barcelona á hinn 24 ára gamli Krkic að baki 104 leiki þar sem hann skoraði 26 mörk á árunum 2007-2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert