Rodgers: Synd að hann skuli ekki vera hérna

Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. AFP

Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool segir að þrátt fyrir að Luis Suarez hafi ákveðið að fara frá félaginu hann hafi hvorki brugðist sér né félaginu á neinn hátt. Þá er hann einnig ánægður með það að fyrirliði sinn Steven Gerrard sé hættur að spila með landsliðinu.

„Það er synd að hann skuli ekki vera hérna,“ sagði Rodgers um Suarez, „en Liverpool sem klúbbur er stærra en hvaða einstaklingur sem er. Við munum halda áfram án hans,“ sagði Rodgers sem segir spennandi tímabil í vændum. 

„Það verður spennandi að fara inn í þetta leiktímabil. Við erum í Meistaradeildinni og höfum náð í góða leikmenn. Vonandi tökum við framförum,“ sagði Rodgers á blaðamannafundi í Bandaríkjunum þar sem liðið er nú í æfingaferð.

Brendan Rodgers er ennfremur ánægður með þá ákvörðum Stevens Gerrards að hætta að spila með landsliðinu og telur hann að sú ákvörðun verði liðinu hagstæð.

„Ég hef talað mikið við Steven og ég veit hversu þýðingarmikið það er fyrir hann að spila fyrir landsliðið og vera fyrirliði þess, hann var frábær fyrirliði. En Liverpool er honum allt og það er enginn vafi á því að fjarvera hans í landsliðinu mun gera hann ferskari og hann mun vera í sínu besta formi oftar,“ sagði Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert