Vorm og Davies frá Swansea til Tottenham

Ben Davies, til hægri, í leik með Swansea gegn Everton.
Ben Davies, til hægri, í leik með Swansea gegn Everton. AFP

Tottenham og Swansea luku fleiri viðskiptum í kvöld en að ganga frá málum með Gylfa Þór Sigurðsson því nú hefur Swansea staðfest að bakvörðurinn Ben Davies hafi verið seldur til Tottenham, sem og markvörðurinn Michel Vorm.

Davies er 21 árs gamall vinstri bakvörður, sem hefur þegar spilað 10 landsleiki fyrir hönd Wales. Hann hefur leikið með aðalliði Swansea undanfarin tvö ár og spilaði með því 71 leik í úrvalsdeildinni. Talið er að Tottenham greiði 10 milljónir punda fyrir hann, eða sama verð og Swansea greiðir fyrir Gylfa, þannig að um nánast hrein skipti á leikmönnunum er að ræða.

Vorm er þrítugur og var þriðji markvörður Hollendinga á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í sumar en hann á 15 landsleiki að baki. Hann hefur leikið með Swansea undanfarin þrjú ár og spilað 89 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni en áður spilaði hann með Utrecht í sex ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert