Carroll meiddur enn á ný

Andy Carroll er meiðslapési.
Andy Carroll er meiðslapési. AFP

Það ætlar ekki af enska framherjanum Andy Carroll hjá West Ham að ganga, en hann þarf að gangast undir aðgerð á liðböndum í ökkla og verður af þeim sökum frá næstu fjóra mánuðina hið minnsta.

Carroll gekk endanlega til liðs við Hamrana frá Liverpool síðasta sumar á 15 milljónir punda sem þá var félagsmet, en var meiddur stærstan hluta tímabilsins, mest á hæl og spilaði einungis 16 leiki með liðinu. Áður hafði hann skorað sjö mörk í 24 leikjum þegar hann var þar á láni.

Carroll fer undir hnífinn á morgun og sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri eyðilagður maður. Talið var að uppeldisfélag hans Newcastle hefði áhuga á að fá hann til sín á ný, en það er ljóst að þeir munu ekki falast eftir kröftum hans alveg á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert