Djúpir vasar á Old Trafford

Louis van Gaal hefur úr nógu að spila.
Louis van Gaal hefur úr nógu að spila. AFP

Forsvarsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United gáfu það út í gær að félagið væri reiðubúið að greiða háar fjárhæðir til þess að halda orðspori liðsins sem einu því besta í heimi. Ed Woodward, varaformaður félagsins, segir peninga ekki verða vandamál fyrir Louis van Gaal, nýráðinn stjóra liðsins, til þess að rífa liðið upp úr vonbrigðum síðasta tímabils.

„Við höfum engin takmörk hvað fjárhæðir varðar, við erum í mjög sterkri stöðu hvað fjárhag varðar og getum eytt miklu til leikmannakaupa. En við ætlum ekki að kasta peningum í hugsunarleysi, Louis er stjórinn og hann hefur lokaorðið í öllum leikmannamálum,“ sagði Woodward.

Man. Utd. hefur þegar gengið frá kaupunum á Luke Shaw frá Southampton og Ander Herrera frá Athletic Bilbao á Spáni fyrir háar fjárhæðir, en miðað við ummæli Woodwards þá hefur lítið grynnkað í pyngjunni fyrir van Gaal, sem vann sem kunnugt er til bronsverðlauna með Hollendingum á nýafstöðnu heimsmeistaramóti. yrkill@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert