United valtaði yfir LA Galaxy

Darren Fletcher leikur á Robbie Keane, leikmann Galaxy, í leiknum …
Darren Fletcher leikur á Robbie Keane, leikmann Galaxy, í leiknum í nótt. AFP

Manchester United vann stórsigur á bandaríska liðinu Los Angeles Galaxy, 7:0, í fyrsta leik sínum undir stjórn Louis van Gaal sem knattspyrnustjóra en hann fór fram í Pasadena í Kaliforníu í nótt.

Wayne Rooney, Reece James og Ashley Young skoruðu tvö mörk hver fyrir United en Danny Welbeck gerði fyrsta mark leiksins.

Van Gaal lét United leika 3-5-2 með Chris Smalling, Jonny Evans og Phil Jones sem miðverði og Antonio Valencia og Luke Shaw sem kantmenn. Ander Herrea lék á miðjunni í sínum fyrsta leik með United, ásamt Darren Fletcher og Juan Mata, og þeir Rooney og Welbeck voru fremstir. Níu breytingar voru síðan gerðar á liðinu í hálfleik.

Manchester United heldur nú til Denver og mætir þar Roma á laugardagskvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert