Bebé seldur til Portúgals

Portúgalinn Bebé er farinn aftur heim.
Portúgalinn Bebé er farinn aftur heim. AFP

Frægðarsól framherjans Bebé náði aldrei að skína hjá Manchester United, en hann hefur nú verið seldur til Benfica í heimalandinu og samið við liðið til fjögurra ára.

Bebé kom til United frá Guimaraes fyrir fjórum árum á 7,4 milljónir punda sem margir voru hissa yfir og með réttu, því Sir Alex Ferguson sem fékk hann til liðsins hafði aldrei séð hann spila.

Bebé byrjaði ekki leik í ensku úrvalsdeildinni, kom tvisvar inn af bekknum og tók þátt í þremur bikarleikjum og einum leik í Meistaradeildinni. Hann var síðan lánaður hingað og þangað en er nú endanlega farinn frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert