Drogba aftur í Chelsea

Didier Drogba með treyju Chelsea í dag.
Didier Drogba með treyju Chelsea í dag.

Didier Droba, framherjinn öflugi er genginn aftur í raðir síns gamla félags, Chelsea frá tyrkneska liðinu Galatasaray en frá þessu var gengið í dag en Drogba fer til liðsins á frjálsri sölu.

Drogba spilaði 226 leiki með Chelsea á árunum 2004-2001 og skoraði í þeim 100 mörk.

„Þetta var auðveld ákvörðun. Ég gat ekki hafnað því tækifæri að fá að vinna með José Mourinho aftur,“ sagði Drogba eftir að fréttirnar voru tilkynntar.

„Allir vita að samband mitt við þetta félag er sérstakt, mér hefur alltaf liðið eins og heima hjá mér,“ sagði Drogba en hann vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea árið 2012 og skoraði þar dýrmætt jöfunarmark þar sem Chelsea vann leikinn í vítaspyrnukeppni.

„Mín þrá er enn að sigra og ég hlakka til þess að fá þetta tækifæri til að hjálpa liðinu. Ég er mjög spenntur fyrir þessum nýja kafla á mínum ferli,“ sagði Drogba, sem birti eftirfarandi mynd á Instagram-síðu sinni í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert