Eiga að tala saman á ensku

Juan Mata tekur aukaspyrnu í æfingaleik gegn LA Galaxy á …
Juan Mata tekur aukaspyrnu í æfingaleik gegn LA Galaxy á dögunum. AFP

Spænski miðjumaðurinn hjá Manchester United hefur sagt að Louis van Gaal sem tók við stjórn liðsins fyrr í mánuðinum hafi sagt leikmönnum sínum að þeir eigi að hafa samskipti á ensku.

Mata fékk landa sinn Ander Herrera til liðsins fyrr í mánuðinum, en þeir verða hins vegar að hafa öll sín samskipti á ensku hvað liðið varðar. Þetta er ekki eina breytingin sem van Gaal kemur með til liðsins, en hann ætlar að leggja meiri áherslu á að nota vængmenn. Mata er ánægður með komu Hollendingsins.

„Hann er mjög hreinskilinn og talar við alla í eigin persónu. Þannig á að gera það,“ sagði Mata.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert