Fellaini mögulega til Napoli

Marouane Fellaini í leik gegn Argentínu á HM í sumar.
Marouane Fellaini í leik gegn Argentínu á HM í sumar. AFP

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Belgans stóra Marouanes Fellainis hjá Manchester United eftir að Louis van Gaal tók við liðinu. Samkvæmt vefútgáfu enska blaðsins The Guardian er enska félagið í viðræðum við Napoli á Ítalíu um kaup eða lán á leikmanninum.

Fellaini var keyptur til Manchester í fyrra á 27 og hálfa milljón punda sem gerir hann að fjórða dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Leikmaðurinn er sagður horfa til Ítalíu, en ekki er komið í ljós hvort Napoli kaupir leikmaninn eða hvort hann verður lánaður.

Manchester United er sagt sætta sig við að fá fimmtán milljónir fyrir leikmanninn en Ítalirnir vilja hins vegar ekki kaupa hann vegna óstöðugs fjárhags liðsins. Auk þess hefur Belginn stóri launatékka upp á 100 þúsund pund og það gæti sett strik í reikninginn hvað varðar varanlega sölu.

Van Gaal hefur áður lýst hópnum sem hann tók við hjá Manchester sem „brotnum“ en að hans mati verður ekki erfitt að feta í fótspor Alex Fergusons. 

„Nei, ég er ekki sammála. Ég þurfti að feta í fótspor Bobbys Robsons hjá Barcelona eftir að hann vann þrjá titla fyrir félagið,“ en van Gaal vann deildina það árið. „Velgengni fylgir góður leikmannahópur. Nú þarf að ég fylgja henni eftir en leikmannahópurinn var brotinn, finnst mér,“ sagði van Gaal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert