Barkley semur við Everton til fjögurra ára

Ross Barkley (t.h.) í leik með Englandi á HM gegn …
Ross Barkley (t.h.) í leik með Englandi á HM gegn Kosta Ríka. AFP

Hinn ungi og stórefnilegi piltur úr Everton, Ross Barkley hefur skrifað undir nýjan samning fjögurra ára samning við félagið. Þetta staðfesti félagið á blaðamannafundi í dag. Hinn tvítugi Barkley mun því spila með liðinu til ársins 2018.

Barkley spilaði frábærlega með Everton á síðustu leiktíð og lék 34 af 38 leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni og var hrósað af stórlega af sparspekingum á borð við Alan Hansen og Gary Lineker á BBC.

Barkley vann sér einnig sæti í enska landsliðshópnum sem fór á HM í Brasilíu í sumar. Barkley er sjálfur ánægður með samninginn. „Það er líkt og draumur sé að rætast að ég sé að skrifa undir nýjan samning. Ég hef spilað fyrir Everton stóran hluta af ævi minni og þetta er mér virkilega mikilvægt,“ sagði Barkley á blaðmannafndi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert