„Við höfum plan, annað en Tottenham“

Brendan Rodgers hefur enga trú á að liðið fari sömu …
Brendan Rodgers hefur enga trú á að liðið fari sömu leið og Tottenham. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, þvertók fyrir það að liðið væri á sömu leið og Tottenham.

Spurs keypti fjölmarga menn síðasta sumar eftir að Gareth Bale fór til Real Madrid en nýju leikmennirnir heilluðu mismikið og urðu ekki sú himnasending sem stuðningsmennirnir vonuðust til eftir að hafa horft á eftir Bale.

Liverpool hefur eytt um 80 milljónum punda í sex nýja leikmenn eftir að hafa selt Luis Suárez, og gárungarnir eru farnir að líkja því við Tottenham síðasta sumar. Rodgers þvertekur hins vegar fyrir það.

„Við höfum aðra sýn hér. Hjá Liverpool er áætlun að baki þess sem við gerum. Við vissum að við þyrftum að styrkja hópinn í sumar og auka breiddina sem vantaði svolítið á síðasta tímabili,“ sagði Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert