Morrison sakaður um að ráðast á tvær konur

Ravel Morrison í leik gegn Manchester City.
Ravel Morrison í leik gegn Manchester City. AFP

Ravel Morrison, miðjumaður West Ham, hefur verið kærður til lögreglu fyrir að ráðast á tvær konur, 19 og 39 ára gamlar, aðfaranótt sunnudags.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Morrison kemur sér í vandræði og þolinmæði knattspyrnustjórans Sam Allardyce gagnvart honum gæti nú endanlega verið á þrotum. Þessi 21 árs gamli leikmaður átti mjög gott undirbúningstímabil fyrir síðustu leiktíð en náði svo alls ekki að fylgja því eftir og var lánaður til QPR. Agaleysi er um að kenna að mati Allardyce.

„Ef hann leggur hart að sér, og getur vanist aganum sem fylgir því að spila þennan leik, þá eru hæfileikarnir framúrskarandi,“ sagði Allardyce meðal annars, áður en fregnir af líkamsárásunum bárust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert