Tottenham búið að ná samkomulagi um Dier

Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino. AFP

Tottenham hefur náð samkomulagi um kaupverð á miðverði Sporting Lissabon, Eric Dier en kaupverðið er sagt vera fjórar milljónir punda. Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum um málið. Dier gerir fimm ára samning við Lundúnarliðið. 

Mauricio Pochettino, sem tók við Tottenham fyrr í sumar sér ástæðu til þess að styrkja varnarlínu liðsins sem fékk á sig 51 mark í ensku úrvalsdeildinni í fyrra.

Á Twitter-síðu Tottenham liðsins kemur fram að liðið sé gríðarlega ánægt með að hafa tryggt sér þjónustu hins 20 ára gamla Englendings en Dier hefur búið í Portugúal frá 10 ára aldri. Er hann talin vera mikið efni en hann hefur leikið með U21-landsliði Englands.

Knattspyrnuakademía Sporting Lissabon er þekkt fyrir að framleiða góða leikmenn en leikmenn á borð við Portúgalana Luis Figo og Christiano Ronaldo hafa komið upp úr henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert