Deulofeu: Martínez nógu góður fyrir Barcelona

Gerard Deulofeu (t.h.) í leik með Everton.
Gerard Deulofeu (t.h.) í leik með Everton. AFP

Spænski knattspyrnumaðurinn Gerard Deulofeu sem er á mála hjá Katalóníurisanum Barcelona en var á láni hjá Everton á síðustu leiktíð segir að knattspyrnustjóri Everton, Roberto Martínez hafi alla burði til þess að stýra Barcelona.

Deulofeu spilaði 25 leiki með Everton á síðustu leiktíð og skoraði 3 mörk og talar afar fallega um Martínez.

„Ég var hjá honum í eitt frábært ár, sem var frábær reynsla fyrir mig. Hann hjálpaði mér mjög mikið,“ sagði Deulofeu.

„Ef hann tæki einn daginn við Barcelona yrði honum vel tekið. Það yrði gott fyrir hann. Hann hefur gríðarlega hæfileika og ég tel að hann muni standa sig vel með Everton á þessu tímabili“ sagði Deulofeu.

Roberto Martínez er snjall þjálfari.
Roberto Martínez er snjall þjálfari. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert