Manchester United gæti orðið af 23 milljónum punda

Louis van Gaal og Ryan Giggs þurfa að koma liðinu …
Louis van Gaal og Ryan Giggs þurfa að koma liðinu í Meistaradeildina. AFP

Manchester United gæti orðið af  23 milljónum punda ef liðinu tekst ekki að komast í Meistaradeildina tvö ár í röð. Þetta er innifalið í þeim samningi sem félagið gerði við þýska íþróttavöruframleiðandann Adidas en samningurinn sem enska liðið gerði við Adidas var sá stærsti sinnar tegundar frá upphafi. Þetta kemur fram í frétt enska dagblaðsins The Telegraph um málið.

Liðið þarf því að komast í Meistaradeildina fyrir leiktíðina 2017-2018 þar sem samingurinn tekur ekki í gildi fyrr en eftir þetta tímabil. Ef ekki fara tekur liðsins vegna samingins frá 75 milljónum punda á ári, niður í 52,5 milljónir sem er 30% lækkun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert