„Er klókur og býr yfir miklum gæðum“

Gylfi fagnar sigurmarkinu á Old Trafford.
Gylfi fagnar sigurmarkinu á Old Trafford. AFP

Ashley Williams fyrirliði Swansea segir að með endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins komi þau gæði sem liðið hafi skort.

Gylfi sneri aftur til velska liðsins í sumar og hann stal svo sannarlega senunni á Old Trafford í fyrstu umferðinni þegar hann lagði upp mark og skoraði svo sigurmarkið gegn Manchester United.

„Hann gæti reynst okkur gríðarlegur styrkur og það er þess vegna sem stjórnarformaðurinn greiddi svo háa upphæð fyrir hann,“ segir Williams á vefnum walesonline.com.

„Hann hefur þessi gæði til að bæta okkar lið og hann vissi það hversu mikið við vildum fá hann til okkar. Hann á eftir að hafa mikil áhrif á liðið á tímabilinu. Hann er klókur leikmaður sem býr yfir miklum gæðum og hann verður okkar liði afar þýðingarmikill. Við erum í algjörlega í sjöunda himni að hafa fengið hann til okkar á nýjan leik,“ segir fyrirliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert