Mackay biðst afsökunar á viðbjóðnum

Ian Moody og Malky Mackay skiptust á ljótum skilaboðum.
Ian Moody og Malky Mackay skiptust á ljótum skilaboðum. AFP

Knattspyrnustjórinn Malky Mackay hefur stigið fram og segist ekki vera rasisti, karlremba eða líki illa við samkynhneigða, en eins og mbl.is greindi frá átti hann í samskiptum við Ian Moody, fyrrum yfirmann knattspyrnumála hjá Crystal Palace, þar sem þeir skiptust á ljótum skilaboðum.

Mackay var síðast stjóri Cardiff í ensku úrvalsdeildinni en var látinn fara á miðju tímabili í fyrra. Hann hefur nú stigið fram og beðist afsökunar á gjörðum sínum, en hann segir skilaboðin þeirra á milli bara hafa verið orðuð í gríni.

„Þetta er óásættanleg framkoma og mjög óviðeigandi. Fyrir það biðst ég innilegrar afsökunar,“ sagði Mackay, en Moody sagði starfi sínu lausu  eftir að upp komst um skilaboðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert