Di Maria samdi til fimm ára

Angel Di Maria.
Angel Di Maria. Ljósmynd/twitter

Angel Di Maria er orðinn leikmaður Manchester United en Argentínumaðurinn skrifaði nú síðdegis undir fimm ára samning við félagið.

Kaupverð United á kantmanninum er 59,7 milljónir punda sem er nýtt breskt met en þessi upphæð jafngildir um 11,5 milljörðum íslenskra króna.

„Ég er afar glaður yfir því að vera kominn í Manchester United. Ég hef notið þess að spila á Spáni og ég veit að það voru mörg félög áhugasöm en United er eina liðið sem ég hefði yfirgefið Real Madrid fyrir,“ segir Di Maria á vef Manchester United.

Di Maria, sem er 26 ára gamall, hóf feril sinn með liði Rosario Central í Argentínu. Árið 2007 samdi hann við portúgalska liðið en hefur leikið með Real Madrid frá árinu 2010. Hann hefur leikið 52 leiki fyrir þjóð sína og hefur skorað í þeim 10 mörk.

„Angel er heimsklassa miðjumaður en það sem er mikilvægast er að hann er mikill liðsmaður. Það er engin spurning að hæfileikar hans eru ótvíræðir. Hann er fljótur, er með frábæran vinstri fót og er góður í að rekja boltann ásamt því að vera góðan leikskilning. Hann er frábær viðbót við okkar hóp,“ segir Louis van Gaal, stjóri Manchester United.

Di Maria með Manchester United treyjuna.
Di Maria með Manchester United treyjuna. Ljósmynd/manutd.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert