Fagnar United sínum fyrsta sigri í kvöld?

Louis van Gaal stjóri Manchester United ásamt aðstoðarmanni sínum, Ryan …
Louis van Gaal stjóri Manchester United ásamt aðstoðarmanni sínum, Ryan Giggs. AFP

Stuðningsmenn Manchester United vonast eftir því að sínir menn fagni sigri í fyrsta sinn á leiktíðinni í kvöld en þá mætir liðið C-deildarliðinu MK Dons á útivelli í 2. umferð ensku deildabikarkeppninnar.

United hefur ekki farið vel af stað í deildinni. Það byrjaði á því að tapa á heimavelli fyrir Swansea, 2:1, og gerði svo 1:1 jafntefli við Sunderland um síðustu helgi.

Argentínski varnarmaðurinn Marcos Rojo sem United keypti á dögunum gæti spilað sinn fyrsta leik í kvöld en það ræðst af því hvort hann fái atvinnuleyfi í tæka tíð. Annars er reiknað með því að Louis van Gaal gefi nokkrum ungum leikmönnum félagsins tækifæri og þeir verði í byrjunarliðinu í bland fyrir eldri og reyndari kappa.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Swansea mæta Rotherham, liði Kára Árnasonar, Cardiff, með Aron Einar Gunnarsson innanborðs, mætir Port Vale á útivelli og Jóhann Berg Guðmundsson og samherjar hans í Charlton eiga í höggi við Derby.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert