Di Maria segist hafa verið bolað burt

Di Maria með Manchester United treyjuna.
Di Maria með Manchester United treyjuna. Ljósmynd/manutd.com

Argentínumaðurinn Angel Di Maria sem gekk í raðir Manchester United frá Real Madrid fyrir metfé í gær, segir í opnu bréfi til stuðningsmanna spænska liðins að hann hafi aldrei viljað fara frá félaginu.

Di Maria segir að forráðamenn Real hafi þröngvað sér frá félaginu og að logið hafi verið upp á hann. „Ég fór á heimsmeistaramótið og vonaðist eftir stuðningi frá félaginu þegar ég kom til baka, en það fékk ég aldrei. Það var margt ósatt sett fram en það eina sem ég óska eftir er sanngirni,“ sagði Di Maria.

Hann segir þó að United hafi verið eina félagið sem hann vildi ganga til þegar ljóst var að hann færi frá Real. „Það eru margir hlutir sem ég met að verðleikum og launatékkinn er ekki sá eini. Ég vona að ég finni þá hluti hjá Manchester United, en það er eina félagið sem ég hefði nokkurn tímann yfirgefið Real fyrir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert