Þarf ekki að fylla skarð Giroud

Olivier Giroud verður frá út árið.
Olivier Giroud verður frá út árið. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist ekki ætla að kaupa annan framherja áður en leikmannaglugginn lokar, þrátt fyrir að franski framherjinn Oliver Giroud verði frá næstu fjóra mánuðina vegna fótbrots.

„Ef þú spyrð mig núna hverng við ætlum að fá í staðinn, þá er svarið enginn. Ef við skoðum þá sem við höfum haft á bekknum og þá sem eru meiddir, þá höfum við marga sterka leikmenn. Þú getur ekki alltaf keypt ef einn meiðist,“ sagði Wenger.

Hann hefur þegar pungað út 35 milljónum punda fyrir Alexis Sánchez en aðrir framherjar eru þeir Yaya Sanogo, Joel Campbell og Lukas Podolski, sem hefur verið orðaður frá félaginu. Þá er Theo Walcott að koma til baka eftir meiðsli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert