Falcao loks orðinn leikmaður Man. Utd

Radamel Falcao er kominn til Man Utd.
Radamel Falcao er kominn til Man Utd. AFP

Nú er það endanlega staðfest að kólumbíski framherjinn Radamel Falcao er orðinn leikmaður Manchester United, sem fær hann að láni frá Mónakó út þetta tímabil.

Falcao virtist vera á leið til Real Madrid á lokadegi félagaskiptagluggans en var seinni partinn kominn til Englands fyrir skiptin til United. Eitthvað dróst þó á langinn að ganga frá því í tæka tíð fyrir lok gluggans og fengu félögin aukinn frest til að klára skiptin sem nú eru í höfn, tveimur og hálfum tíma eftir að glugganum var formlega lokað. 

United greiðir 6 milljónir punda fyrir lánssamninginn, en Falcao var keyptur á 50 milljónir punda frá Atlético Madrid síðasta sumar þar sem hann hafði farið á kostum og skoraði 52 mörk í 68 leikjum. United hefur möguleika á að kaupa hann á 43,5 milljónir punda þegar lánssamningurinn rennur út.

Hjá Mónakó skoraði Falcao 11 mörk í 20 leikjum, en meiddist illa seint á síðasta tímabili og það hélt honum frá keppni á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Hann á að baki 51 landsleik fyrir Kólumbíu og hefur skorað í þeim 20 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert