Hodgson ánægður með vistaskiptin hjá Welbeck

Welbeck á æfingu enska landsliðsins í dag ásamt Wayne Rooney.
Welbeck á æfingu enska landsliðsins í dag ásamt Wayne Rooney. AFP

Þó svo að sumir stuðningsmenn Arsenal séu ekki alls ánægðir með að fá framherjann Danny Welbeck til liðs við sig frá Manchester United er Roy Hodgson landsliðsþjálfari Englendinga ánægður með vistaskipti leikmannsins.

„Welbeck er að fara til liðs sem hann mun vonandi fá fleiri leiki í byrjunarliði með heldur en hjá Manchester United og ég er þess fullviss að hann mun bæta sig sem leikmaður hjá Arsenal. Það er ekki auðvelt fyrir leikmann að koma lítið við sögu í sínu félagsliði og spila svo í 90 mínútur með landsliðinu. Ég er ánægður fyrir hönd Danny og ég tel að Arsenal hafi keypt góðan leikmann,“ sagði Hodgson við fréttamenn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert